Augnsjúkdómar

Vantar þig ráðgjöf hvaða sjónlagsaðgerð hentar þér best?

Sykursýki og augu​

Mjög mikilvægt er að fólk með
sykursýki sé í reglubundnu eftirliti
hjá augnlækni.

Sykursýki getur haft mikil áhrif á augu og augnbotna. Breytingar
koma aðallega fram í sjónhimnu. Flestir sem hafa haft sykursýki
lengur en 20 ár bera þess einhver merki í augnbotnum.

Sjónhimnusjúkdómur kemur venjulega fram eftir að fólk hefur
haft sykursýki í nokkur ár. Fyrstu merkin eru litlar blæðingar og
æðapokar í háræðum sjónhimnu. Fólk verður yfirleitt ekki vart
við fyrstu einkenni. Í framhaldi af þessu þróast stundum bjúgur í
sjónhimnu, en sjónhimnubjúgur er algengasta orsök sjóndepru
hjá sykursjúkum.

Það er afar mikilvægt að fólk á öllum aldri komi
reglulega í eftirlit hjá augnlækni.

Sjónlag þjónustar börn jafnt sem fullorðna