Vantar þig ráðgjöf hvaða sjónlagsaðgerð hentar þér best?

Frelsi án gleraugna

Hefur þú velt því fyrir þér hvernig það væri að þurfa ekki að þreifa á náttborðinu eftir gleraugunum áður en þú opnar augun?

Geta hlaupið inn í búð úr kuldanum án þess að fá móðu á gleraugun eða skellt þér í ræktina þó þú sért ekki með linsur? Þú og gleraugun þín eruð ekki einn og sami hluturinn. Gleraugu þurfa ekki að takmarka þig, ákveða hver þú ert eða hvað þú gerir. Opnaðu augun fyrir frelsinu.

Fyrsta skrefið er að fara í forskoðun, sem leiðir í ljós hvernig sjónlag þitt er. Í framhaldi af henni er hægt að skoða hvort og þá hvernig aðgerð muni henta fyrir þig. Í flestum tilfellum er aðgerð möguleg. Þó munum við ekki mæla með aðgerð nema miklar líkur séu á árangri.

Laseraðgerðir

Sjónlag er eina fyrirtækið sem býður eingöngu upp á sjónlagsaðgerðir sem eru algjörlega hníflausar. Hægt er að velja á milli þess að fara í aðgerð með Femto-LASIK eða TransPRK SmartPulse. Nú höfum við einnig tekið í notkun nýja tækni sem gerir okkur kleift að beita FemtoLASIK tækinni til að gera lesgleraugu óþörf.

Augasteinsaðgerðir

Augasteinaskipti hafa verið framkvæmd í áratugi og því komin mikil og góð reynsla af aðgerðinni. Algengast er að aðgerðin sé gerð til að fjarlægja ský á augasteini en hún er einnig gerð til að laga sjónlagsgalla (nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju) fyrir fólk eldra en 55 ára.

Sjónlag byggir á eftirfarandi hornsteinum:

Nýjungum í læknisfræði, hjúkrun og tækni – við kappkostum að vera í fremstu röð 

á öllum sviðum augnlækninga.