Augasteinsaðgerðir

Vantar þig ráðgjöf hvaða
sjónlagsaðgerð hentar þér best?

Augasteinaaðgerð

Augasteinaaðgerðir hafa verið framkvæmdar í áratugi og því komin mikil og góð reynsla af slíkum aðgerðum.

Algengast er að aðgerðin sé gerð til að fjarlægja ský á augasteini en hún er einnig gerð til að laga sjónlagsgalla (nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju) fyrir fólk eldra en 50 ára.

Stöðugt eru í þróun nýjar tegundir gerviaugasteina sem eiga það sameiginlegt að gera einstaklinga minna háða gleraugum. Einn af kostum aðgerðarinnar er að sá sem hefur undirgengist augasteinaskipti á ekki á hættu að fá ský á augastein síðar meir. Fyrir þá sem vilja geta lesið án lesgleraugna er augsteinsskipti með ísetningu fjölfókus gerviaugasteins góður kostur. Sjónlag er eina augnlæknastofan sem býður upp á augasteinaaðgerðir vegna sjónlagsgalla. 

Augasteinsskipti

Augasteinaskipti hafa verið framkvæmd í áratugi og því komin mikil og góð reynsla af aðgerðinni. Algengast er að aðgerðin sé gerð til að fjarlægja ský á augasteini en hún er einnig gerð til að laga sjónlagsgalla (nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju) fyrir fólk eldra en 55 ára.

 

Stöðugt eru í þróun nýjar tegundir gerviaugasteina sem eiga það sameiginlegt að gera einstaklinga minna háða gleraugum. Einn af kostum aðgerðarinnar er að sá sem hefur undirgengist augasteinaskipti á ekki á hættu að fá ský á augastein síðar meir. Fyrir þá sem vilja geta lesið án lesgleraugna er augsteinsskipti með ísetningu fjölfókus gerviaugasteins góður kostur.

Monofocal

Multifocal

Toric

Linsur

Einfókus

Fjölfókus

Sjónskekkja

Hvað er leiðrétt

Fjarsýni

Bæði nærsýni og fjarsýni

Sjónskekkja og fjarsýni

Pöntunartími

Til á lager

2-6 vikur í pöntun

(Forskoðun nauðsynleg)

2-6 vikur í pöntun

(Forskoðun nauðsynleg)

Verð

479.500 kr. bæði augun

244.400 kr annað auga

832.000 kr. bæði augun

420.200 kr annað auga

691.600 kr. bæði augun

350.500 kr annað auga

Monofocal
Linsur Einfókus
Hvað er leiðrétt Fjarsýni
Pöntunartími Til á lager
Verð 479.500 kr. bæði augun
244.400 kr annað auga
Multifocal
Linsur Fjölfókus
Hvað er leiðrétt Bæði nærsýni og fjarsýni
Pöntunartími 2-6 vikur í pöntun (Forskoðun nauðsynleg)
Verð 832.000 kr. bæði augun
420.200 kr annað auga
Toric
Linsur Sjónskekkja
Hvað er leiðrétt Sjónskekkja og fjarsýni
Pöntunartími Til á lager
Verð 691.600 kr. bæði augun
350.500 kr annað auga

Fyrsta skrefið er forskoðun

Í öruggum höndum sérfræðinga

Hvað er forskoðun: 

Starfsfólk okkar hefur áralanga reynslu af því að meta sjónlag og veita ráðgjöf um

aðgerð í samræmi við ástand augna og aðra þætti í heilsufari fólks. 

Tegundir gerviaugasteina

Einfókus gerviaugasteinar með betri nærsjón

Einfókus augasteinn er með einn styrk í allri linsunni. Það gefur skýra sjón annað hvort í fjarlægð eða nálægt. Flestir velja að sjá vel frá sér en notast við lesgleraugu til að sjá það sem er nálægt. 

Fjölfókus gerviaugasteinar

Fjölfókus augasteinn er með fleiri styrki í linsunni sem gefur góða sjón bæði í fjarlægð og nálægt. Því er gleraugna ekki þörf.

Sjónskekkja

Hægt er að leiðrétta sjónskekkju með sérstökum sjónskekkju augasteinum. Ef sjónskekkja er til staðar er vert að kynna sér þennan kost.

Setja inn kafla um ský á augaseini sem undirflokk undir tegundir augasteina samt aðskilin.
Sjónlag framkvæmir aðgerðir þegar ský er komið á augastein. Þetta er nauðsynleg aðgerð til þess að endurheimta sjón. Augasteinn sem Sjónlag notar gefur betri nærsjón en hefðbundinn einfókus augasteinn. Biðtími eftir slíkri aðgerð hjá Sjónlagi er alla jafnan mjög stuttur. Hægt er að gera aðgerð á báðum augum í einu, ekki er nauðsynlegt að bíða með seinni aðgerðina sem er mikill kostur fyrir sjúkling.

Augasteinsaðgerð

Augasteinsaðgerð er smásjáraðgerð þar sem augasteinninn er mulinn niður inni í auganu með hljóðbylgju og fjarlægður úr hýði sínu gegnum lítið gat á hornhimnunni. Síðan er gerviaugasteinn settur í hýðið utan af “gamla” augasteininum. Skurðina þarf venjulega ekki að sauma. Aðgerðin er gerð í staðdeyfingu og fer sjúklingurinn heim að lokinni aðgerð. Augasteinsaðgerðir eru meðal algengustu aðgerða sem gerðar eru bæði hérlendis sem og erlendis.  Nánari lýsing fylgir að neðan.

Undirbúningur fyrir aðgerð

 

Daginn fyrir aðgerð

Nevanac 1mg/ml (bólgueyðandi lyf)

einn dropi þrisvar  sinnum í aðgerðarauga. 

 

 

 

 

Gott er að borða áður en mætt er í aðgerð en stilla kaffi og koffín neyslu í hóf.

Þvo andlit/augu vel. Sleppa kremi, ilmefnum og andlitsfarða.

Ekki má keyra að aðgerð lokinni.

Heimsóknin tekur 1-2 klst.

Algengt er að einstaklingar séu viðkvæmir fyrir birtu í kjölfar aðgerðarinnar. Sólgleraugu koma því að góðum notum

 

 

 

Aðgerðin

Gerðir eru tveir til þrír litlir skurðir á hornhimnu augans rétt hjá hvítunni. Skurðirnir eru sjálflokandi og þvi þarf venjulega engan saum í aðgerðinni! Síðan er forhólfið fyllt með seigjuefni (viscoelastica).

Búin er til hringlaga opnun í fremri hluta augasteinshýðisins (capsule).

Með sérstöku tæki sem gefur frá sér hljóðbylgjur er kjarni augasteinsins mulinn niður inni í auganu. Mulningurinn er sogaður út jafnóðum með sama tæki. Þegar búið er að fjarlægja kjarna augasteinsins er börkur (cortex) augasteinsins soginn með öðrum áhöldum. Augasteinshýðið er skilið eftir fyrir gerviaugasteininn. Þar næst er framhluti augans fylltur aftur með seigjuefni. 

Gerviaugasteininum er komið fyrir í augasteinshýðinu í gegnum einn af skurðunum með sprautu. 

Inni í auganu sléttist gerviaugasteinnin út og skorðast fastur í miðju augasteinshýðisins með aðstoð arma sem eru á hliðum gerviaugasteinsins. Síðan er seigjuefnið sogað út og sýklalyf gefið inn í augað. Þá er aðgerðinni lokið!

Á þessari hliðarmynd sést hvar gerviaugasteinninn situr skorðaður í augasteinshýðinu bak við lithimnuna á sama stað og ,,gamli” augasteinninn var.

Á aðgerðardaginn

Sjúklingur fær lyf sem víkka ljósopið og deyfa augað. Þegar inn á skurðstofuna er komið er þrifið í kringum augað með joði. Settur er hlífðardúkur kringum augað og síðan er sett augnsperra sem heldur augnlokunum í sundur meðan á aðgerðinni stendur. Aðgerðin er sársaukalaus. 

Eftir aðgerðina

Eftir aðgerðina

Flestir sjá illa fyrst eftir aðgerðina.

Eðlilegt er að sjá allt í ákveðnum lit, t.d. rauðum eða bleikum.

Yfirleitt eru ekki settar umbúðir fyrir augað.

 Það er í lagi að horfa með auganu eins og venjulega, þ.m.t. að horfa á sjónvarp og lesa.

 Eðlilegt er að finna fyrir ertingu og vægum verk. 

Táraflæði er oft aukið (stundum blóðlitað).

Óhætt er að taka hefðbundin verkjalyf.

Æskilegt er að taka því rólega á aðgerðardaginn.

Fyrstu vikuna má ekki fara í sund.

Fyrstu vikuna eftir aðgerðina má ekki nota maskara. 

Forðast skal að fá vatn í augun,td í sturtu.

Mikilvægt er að nota augndropa samkvæmt fyrirmælum. Gott ráð, leggist út af og setjið dropan í augnkrókinn, hallið síðan höfðinu til hliðar og látið dropann síga inn í augað. 

• Nauðsynlegt er að þvo vel hendur áður en augndropar eru settir í augun.

• Mikilvægt er að nudda ekki augað 

Forðast að bogra, rembast og lyfta þungu.

Það reynist mörgum gott að nota sólgleraugu utanhúss. 

• Óhætt er að fara í flug að aðgerð lokinni.

Ekki er ráðlegt að þú keyrir sjálf/-ur heim að aðgerð lokinni.

Eftirmeðferð

Leiðbeiningar vegna einfókusaugasteina og aðgerðar vegna skýs á augasteini

 

Nevanac 1mg/ml (bólgueyðandi lyf) einn dropi þrisvar sinnum á dag í 3 vikur.

Gervitár er gott að nota, sérstaklega við sviða og ertingu.

Glákudropar, þeir sem eru á glákudropum eiga að nota þá eins og áður.

Mikilvægt er að byrja með nýtt glas af glákudropum eftir aðgerðina.

Leiðbeiningar vegna fjölfókusaugasteina og sjónskekkjuaðgerðar 

Nevanac 1mg/ml (bólgueyðandi lyf) einn dropi þrisvar sinnum á dag í 3 vikur.

Maxidex 1mg/ml (bólgueyðandi lyf) einn dropi þrisvar sinnum á dag í 3 vikur.

Gervitár er gott að nota, sérstaklega við sviða og ertingu.

Glákudropar, þeir sem eru á glákudropum eiga að nota þá eins og áður.

Mikilvægt er að byrja með nýtt glas af glákudropum eftir aðgerðina.

Umsagnir viðskiptavina

Mikill fjöldi fólks hefur upplifað þá ánægjulegu lífsstílsbreytingu sem fylgir laseraðgerð. Hér má sjá umsagnir nokkurra viðskiptavina Sjónlags.

Hugsanlegir fylgikvillar

Algengir (≥1/100)

 

• Óskýr sjón og/eða skuggar eða tvöfaldar útlínur. Þetta eru ljósbrots aukaverkanir fjölfókus gerviaugasteina.
• Minnkun á kontrastsjón (breyting á blæbrigðum í gráa litaskalanum) getur valdið versnun á rökkursjón.
• Baugar/hringir og ljósgeislar út frá ljósi (t.d. frá götuljósum og ljósum bíla). Þetta er mest áberandi fyrstu mánuðina eftir aðgerðina og er vegna ljósbrots eiginleika fjölfókus gerviaugasteina.
• Hreyfanlegar flygsur eða þræðir í sjónsviðinu sem sjást best þegar horft er á ljósan bakgrunn. Þetta er vegna þéttinga í glerhlaupi augans og er eðlilegt fyrirbæri sem verður meira áberandi eftir augasteinsaðgerðina.
• Eftirský. Hýðið bak við gerviaugasteininn getur orðið ógagnsætt sem veldur því að sjónin versnar. Þetta getur gerst fljótlega eftir aðgerð eða mörgum árum síðar. Ástandið er einfalt að meðhöndla með lítilli laseraðgerð.
• Sumir geta fundið fyrir óþægindum af mismunandi tegundum af lýsingu, t.d. flúorljósi, fyrst eftir augasteinaskipti. Þetta er eitthvað sem venst og gengur yfir.
• Væg óþægindi og pirringur í augum er algengt í nokkrar vikur eftir aðgerðina.

 

• Óskýr sjón og/eða skuggar eða tvöfaldar útlínur. Þetta eru ljósbrots aukaverkanir fjölfókus gerviaugasteina.
• Minnkun á kontrastsjón (breyting á blæbrigðum í gráa litaskalanum) getur valdið versnun á rökkursjón.
• Baugar/hringir og ljósgeislar út frá ljósi (t.d. frá götuljósum og ljósum bíla). Þetta er mest áberandi fyrstu mánuðina eftir aðgerðina og er vegna ljósbrots eiginleika fjölfókus gerviaugasteina.
• Hreyfanlegar flygsur eða þræðir í sjónsviðinu sem sjást best þegar horft er á ljósan bakgrunn. Þetta er vegna þéttinga í glerhlaupi augans og er eðlilegt fyrirbæri sem verður meira áberandi eftir augasteinsaðgerðina.
• Eftirský. Hýðið bak við gerviaugasteininn getur orðið ógagnsætt sem veldur því að sjónin versnar. Þetta getur gerst fljótlega eftir aðgerð eða mörgum árum síðar. Ástandið er einfalt að meðhöndla með lítilli laseraðgerð.
• Sumir geta fundið fyrir óþægindum af mismunandi tegundum af lýsingu, t.d. flúorljósi, fyrst eftir augasteinaskipti. Þetta er eitthvað sem venst og gengur yfir.
• Væg óþægindi og pirringur í augum er algengt í nokkrar vikur eftir aðgerðina.

Sjaldgæfir (<1/100)

• Minnkuð sjónskerpa, þ.e. að sjónskerpan með eða án gleraugna verður ekki eins góð og með gleraugum fyrir aðgerð.

• Bjúgur í augnbotni (þeim hluta sjónhimnunnar þar sem skarpa sjónin er). Getur leitt til verri sjónar. Í flestum tilfellum gengur þetta yfir og sjón verður eins og áður. Bólgueyðandi dropar sem gefnir eru eftir aðgerðina minnka líkurnar á bjúgi.

Viðvarandi óskýr sjón og/eða skuggar eða tvöfaldar útlínur

• Viðvarandi baugar/hringir og ljósgeislar út frá ljósi (t.d. frá götuljósum og ljósum bíla).

• Pirringur og óþægindi í augum og óskýr sjón. Er vanalega ekki viðvarandi ástand en getur varað í vikur/mánuði. Er þá mælt með gervitárum ásamt annarri meðhöndlun.

• Minnkuð sjónskerpa, þ.e. að sjónskerpan með eða án gleraugna verður ekki eins góð og með gleraugum fyrir aðgerð.

• Bjúgur í augnbotni (þeim hluta sjónhimnunnar þar sem skarpa sjónin er). Getur leitt til verri sjónar. Í flestum tilfellum gengur þetta yfir og sjón verður eins og áður. Bólgueyðandi dropar sem gefnir eru eftir aðgerðina minnka líkurnar á bjúgi.

• Þörf á lestrargleraugum þrátt fyrir fjölfókus gerviaugasteina.

Mjög sjaldgæfir (<1/1000)

• Sjónhimnulos. Um það bil 1 af hverjum 10.000 fá sjónhimnulos á ári hverju. Þeir sem gengist hafa undir augasteinsaðgerð eru í aukinni áhættu.

• Bakteríusýking. Krefst skjótrar meðferðar með sýklalyfjum en sjóninni getur verið ógnað. Til að minnka áhættuna á alvarlegri sýkingu eru ávallt gefin sýklalyf í lok aðgerðar.

Sjónhimnulos. u.þ.b. 1 af hverjum 10.000 fá sjónhimnulos á ári hverju. Þeir sem gengist hafa undir augasteinsaðgerð eru í aukinni áhættu.

• Ef, vegna fylgikvilla í aðgerðinni, ekki er hægt að setja fjölfókus augasteininn á áætlaðan stað í auganu getur skurðlæknirinn valið að setja gerviaugastein með einum styrkleika (ekki fjölfókus). Þá getur verið þörf á gleraugum eftir aðgerðina.

• Bakteríusýking. Krefst skjótrar meðferðar með sýklalyfjum en sjóninni getur verið ógnað. Til að minnka áhættuna á alvarlegri sýkingu eru ávallt gefin sýklalyf í lok aðgerðar.

Hér að ofan er að finna helstu fylgikvilla sem upp geta komið við augasteinsaðgerð. Eins og með allar aðgerðir geta komið upp önnur og óvanalegri vandamál. Flest þessara vandamála eru meðhöndlanleg.

Við erum stolt af árangri okkar

0 +
árangursríkar aðgerðir
0 +
Jákvæð viðbrögð
0 +
Margra ára reynsla

Bæklingar

Augasteinsaðgerðir (Katarakt)

Augað er eitt af mikilvægustu skilvitum mannsins. Ljós berst inn í augun í gegnum hornhimnuna (glæruna), augasteininn og glerhlaupið áður en það lendir á sjónhimnunni. Þar eru milljónir fruma sem nema ljósið og senda boð gegnum sjóntaugina til heilans sem túlkar boðin í mynd.

Augasteinsaðgerð (Eftirmeðferð)

Hvað er eðlilegt fyrst eftir aðgerð?

Hvað er óeðlilegt eftir aðgerð?

Hvað þarf að líða langur tíma áður en má fara í líkamsrækt?