Laseraðgerðir

Hvaða sjónlagsaðgerð hentar þér best?
Það er ekki bara ein leið.

Laser tækni í fremstu röð

Sjónlag er eina fyrirtækið sem býður upp
á Femto tækni á Íslandi.

Sjónlag leiðandi í laseraugnlækningum:

Hárnákvæmur laser frá Ziemer, sá eini á landinu.  

Nýjasta útgáfan af Schwind Amaris á Íslandi. 

Hraðvirkasti og nákvæmasti laserinn á Íslandi

 

Reynsla og þekking, um 30.000 sjónlagsaðgerðir framkvæmdar.

 

Hentar fyrir 20-55 ára, 

 

 

Laser er líka góð viðbót fyrir fólk með nýja augasteina en er háð lesgleraugum.  

 

 

Hægt er að velja á milli þess að fara í aðgerð með Femto-LASIK eða TransPRK SmartPulse.

Nú höfum við einnig tekið í notkun nýja tækni sem gerir okkur kleift að beita FemtoLASIK tækinni til að gera lesgleraugu óþörf.  

Femto-LASIK

TransPRK

TSmartPulse

PresbyMax

(45 -55 ára)

Lengd aðgerðar

Innan við mínútu

Innan við mínútu

Innan við mínútu

Bataferli

1 dagur

2-5 dagar

Þörf á snertilinsum í 3 daga

1 dagur

Styrkur hornhimnu

Lítið gengið á þykkt hornhimnu

Mjög lítið gengið á þykkt hornhimnu

Lítið gengið á þykkt 

hornhimnu

Árangur

Stöðugt sjónlag, litlar líkur á breytingu

Stöðugt sjónlag, litlar líkur á breytingu

Stöðugt sjónlag, litlar líkur á breytingu

Verð

424.300 kr staðgreitt.
352.600 kr staðgreitt.
506.700 kr. staðgreitt.
Femto-LASIK​
Lengd aðgerðar Innan við mínútu
Bataferli 1 dagur
Styrkur hornhimnu Lítið gengið á þykkt hornhimnu
Árangur Stöðugt sjónlag, litlar líkur á breytingu
Verð 424.300 kr staðgreitt.
TransPRK SmartPulse
Lengd aðgerðar Innan við mínútu
Bataferli 2-5 dagar Þörf á snertilinsum í 3 daga
Styrkur hornhimnu Mjög lítið gengið á þykkt hornhimnu
Árangur Stöðugt sjónlag, litlar líkur á breytingu
Verð 352.600 kr staðgreitt.
PresbyMax (45-55 ára)
Lengd aðgerðar Innan við mínútu
Bataferli 1 dagur
Styrkur hornhimnu Lítið gengið á þykkt hornhimnu
Árangur Stöðugt sjónlag, litlar líkur á breytingu
Verð 506.700 kr. staðgreitt.

Forskoðun

Er ítarleg augnskoðun fyrir þá sem eru að íhuga aðgerð.

 

Hvað er forskoðun:

Starfsfólk okkar hefur áralanga reynslu af því að meta sjónlag og veita ráðgjöf um
aðgerð í samræmi við ástand augna, þarfir og aðra þætti í heilsufari fólks. 

Mikilvægt er að hvíla linsur í viku og harðar linsur í tvær vikur fyrir forskoðun.

Aðgerðin sjálf
Við bjóðum þig velkomna/velkominn í laser sjónlagsaðgerð í Sjónlagi. Mikilvægt er að þú lesir eftirfarandi upplýsingar vel.

Undirbúningur fyrir aðgerð:

Ekki má nota linsur í 7 daga fyrir aðgerð

Augnháralitun er bönnuð fyrir aðgerð nema hún sé gerð a.m.k. viku fyrir aðgerðina.

Gott er að borða áður en mætt er í aðgerð en stilla kaffi og koffín neyslu í hóf.

Þvo andlit/augu vel. Sleppa kremi, ilmefnum og andlitsfarða.

Ekki má keyra að aðgerð lokinni.

Heimsóknin tekur 1-2 klst.

Algengt er að einstaklingar séu viðkvæmir fyrir birtu í kjölfar aðgerðarinnar. Sólgleraugu koma því að góðum notum

 

Aðgerðin

Við gerum allt til að hafa andrúmsloftið sem þægilegast og að vel fari um þig. Aðgerðin er sársaukalaus og tekur nokkrar mínútur. 

Eftir aðgerð

Æskilegt er að leggja sig þegar heim er komið og best að taka því rólega þann dag.

Mikilvægt er að nudda ekki augun í tvær vikur eftir aðgerð.

Eðlilegt er að vera með móðusjón strax eftir aðgerðina, einnig að vera með sviða, pirring, kláða, ertingu og verk í augunum fyrsta sólarhringinn. Smá sveiflur í sjón eru ekki óalgengar fyrstu dagana eftir aðgerð.

Óhætt er að taka hefðbundin verkjalyf.

Væg aðskotahlutstilfinning og aukið táraflæði er eðlilegt.

Eðlilegt er að finna fyrir þurrkeinkennum eftir aðgerð. Nægileg notkun á gervitárum getur dregið úr einkennum.

Engar umbúðir eru fyrir augunum og það er í lagi að horfa á tölvuskjá eða sjónvarp fljótlega eftir aðgerð.

Nota skal sólgleraugu í miklu sólarljósi í eina viku eftir aðgerð.

Hlífðargleraugu er afhend öllum sem koma í aðgerð. Gott er að nota þau fyrstu næturnar á eftir aðgerðinni. Einnig er hægt að nota þau ef ekki verður hjá því komist að vera í miklu ryki og drullu í 1-2 vikur eftir aðgerð.

Það er í lagi að fara í sturtu daginn eftir en varast ber eftir fremsta megni að fá vatn og sápu í augun fyrstu vikuna.

Það má ekki nota maskara fyrstu vikuna eftir aðgerð. Þá skal nota nýjan vatnsleysanlegan maskara eftir viku eða nýjan vatnsheldan maskara eftir 2 vikur. Það má nota eyeliner eftir 2 vikur.

Það má ekki lita augnhár í 1 mánuð eftir aðgerð.

Fyrstu tvær vikurnar má ekki fara í sund.

Óhætt er að fara í flug að aðgerð lokinni.

Eftirmeðferð

Nota þarf gervitár í 3 mánuði eftir aðgerð. Fyrstu vikuna 1 dropa í hvort auga á 1 klst fresti og svo 1 dropa á 2 klst fresti næstu 3 mánuði.

 

Dropar og lyf eru innifalin í aðgerðinni .

 

Endurkomur fram að útskrift eru innifaldar.  

 

Umsagnir viðskiptavina

Mikill fjöldi fólks hefur upplifað þá ánægjulegu lífsstílsbreytingu sem fylgir laseraðgerð. Hér má sjá umsagnir
nokkurra viðskiptavina Sjónlags.

Spurt og svarað

Algengar spurningar varðandi laseraðgerðir

Hvernig skarar Sjónlag framúr í lasertækni
  • Í LASIK-aðgerðum er fyrst búinn til flipi fremst á hornhimnunni með nýjustu tækni sem völ er á í dag – Ziemer LDV Z2 Femtosecond laser. Sjónlag er fyrsta og eina fyrirtækið á Íslandi sem býður uppá þessa tækni. Vegna deyfidropanna fylgir þessu enginn sársauki. Að því loknu er flipinn lagður til hliðar og laser-meðferð framkvæmd.
Augu mín eru viðkvæm og ég er ekki viss um að geta verið kyrr í aðgerð. Get ég samt farið í aðgerð?

Já, laserinn okkar les augað og eltir allar hreyfingar þess. Hann endurstillir sig 1.000 sinnum á sekúndu og er þar með alltaf á undan meðferðargeyslanum. Þannig tryggjum við rétta meðferð á hornhimnunni þrátt fyrir smávægilegar augnhreyfingar.

Er hægt að fara í augasteina aðgerð eftir laseraðgerð

Já.

Er hægt að laga sjónskekkju

Já, lasermeðferð er kjörin leið til þess að lagfæra sjónskekkju.

Er aðgerðin varanleg?

Já, í flestum tilvikum breytist sjónlagið lítið sem ekkert eftir aðgerðina. Á því geta þó verið nokkrar undantekningar sem læknirinn fer með þér yfir.

 

Sjónlagsaðgerð með laser kemur þó ekki í veg fyrir styrðnun augasteinsins sem veldur ellifjarsýni upp úr fimmtugu.

Fá allir 100% sjón sem fara í aðgerð?

Flest allir sem fara í laseraðgerð eru með 100% sjónskerpu. Sjónlagsaðgerð lagfærir sjónlagsgalla á borð við nærsýni (mínusgler) og fjarsýni (plúsgler) án þess að skerða sjónskerpuna.

Hugsanlegir fylgikvillar

Engin aðgerð er án áhættu. Áhætta af völdum sjónlagsaðgerða telst mjög lítil en þó til staðar.

Sjónlagsaðgerð er ein af öruggustu augnaðgerðum sem framkvæmdar eru.

Eðlilegt er að augun séu þurr eftir aðgerð og því þarf að nota gervitár í að minnsta kosti tvo til þrjá mánuði eftir aðgerð og stundum lengur.

Borið saman við eldri tækni með hnífsblaði í flipavél hefur Femto-LASIK tæknin dregið verulega úr þekjuvexti undir flipa og lætur nærri að þessi fylgikvilli sé úr sögunni með Femto-LASIK. Femto-laserinn gerir fínni og nákvæmari skurð þannig að flipinn leggst þétt við hornhimnuna aftur. Á nokkrum klukkustundum vex síðan þekja hornhimnunnar yfir jaðrana og lokar skurðlínunni. Í algjörum undantekningartilvikum (0,1%) þarf að lyfta flipa degi eftir aðgerð og lagfæra áður en hann er lagður niður aftur. Í TransPRK SmartPulse aðgerð er enginn flipi gerður á hornhimnuna og þar er því engin hætta á þessum fylgikvilla.

Sýking er afar sjaldgæfur fylgikvilli sjónlagsaðgerðar og hefur ekki verið lýst hér á landi svo vitað sé. Komi sýking upp er í langflestum tilvikum hægt að uppræta hana með sýklalyfjum.

Þrátt fyrir að í flestum tilvikum sé fólk minna háð gleraugum og snertilinsum eftir aðgerð, þá getur orðið eftir einhver sjónlagsgalli; nærsýni, fjarsýni eða sjónskekkja. Stundum þarf því að fínstilla meðferðina. Afar sjaldgæft er að fleiri skref þurfi til, en það er algengara ef upphaflegur sjónlagsgalli er mikill. Í flestum tilfellum er hægt að beita endurmeðferð til að færa sjónlagið nær settu marki. Tíðni endurmeðferðar er um 1-3% og er hæst hjá þeim sem hafa mestan sjónlagsgalla fyrir aðgerð.

Bólguviðbrögð eru eðlileg eftir allar skurðaðgerðir. Í einstaka tilvikum (1%) verða þó bólguviðbrögð heldur meiri en ella eftir Femto-LASIK aðgerð. Sjást þá bólgufrumur undir flipanum. Þetta getur valdið breytingum á sjón, en oftast er það tímabundið. Stundum þarf að auka bólgueyðandi dropagjöf á meðan bólgan gengur yfir, sem tekur yfirleitt nokkra daga. Þetta gerist sjaldnar eftir TransPRK SmartPulse aðgerð.

Smávægileg glýja eftir laseraðgerð á hornhimnu er ekki óalgeng fyrstu vikurnar eftir aðgerð. Stundum er þetta kölluð „vaselínsjón“, og orsakast fyrst og fremst af vökvabreytingum í flipanum. Glýjan minnkar með tímanum og hverfur svo smám saman. Það kemur þó fyrir að þessi einkenni haldist í nokkra mánuði eftir aðgerð.

Einstöku sinnum tekur fólk eftir hringjum í kringum ljós, einkum þegar dimmir. Þetta gerist þegar sjáaldrið stækkar og sér í gegnum hluta af hornhimnunni sem ekki hefur verið meðhöndlaður. Þetta getur einnig verið vegna vökvasöfnunar í flipa, sem hverfur þá með tímanum. Það er óalgengt að ljósbaugar hafi áhrif á dagleg störf, en er þó algengara meðal þeirra sem eru með stór sjáöldur og/eða mikinn sjónlagsgalla fyrir aðgerð.

Líkt og eftir allar aðgerðir, þá eru alvarlegri fylgikvillar en fyrr hafa verið nefndir ekki útilokaðir. Alvarlegasti fylgikvilli allra augnaðgerða er blinda. Blinda vegna Femto-LASIK og TransPRK SmartPulse er sem betur fer óþekkt, þrátt fyrir að hartnær milljónir manna víða um heim hafi verið meðhöndlaðar til þessa. Blindu hefur hins vegar verið lýst í kjölfar notkunar gleraugna og snertilinsa, þó það sé sem betur fer sjaldgæft.

Lasik ectasia, eða keilumyndun í hornhimnunni, er ástand sem getur skapast eftir sjónlagsaðgerð. Þá verður veiking í hornhimnunni þannig að hún aflagast og sjón getur versnað. Þetta er alvarlegt ástand og er tíðni þess ca 1/8000 aðgerðum. Mun sjaldgæfara er að sjá slíkt við TransPRK SmartPulse. Meðferðin við þessu er svo kölluð Cross-linking meðferð sem styrkir hornhimnuna og stöðvar frekari breytingar. 

Við erum stolt af árangri okkar

0 +
Jákvæð
viðbrögð
0 +
árangursríkar aðgerðir
0 +
Margra ára
reynsla

Bæklingar

Laseraðgerðir Endurkoma Skoða hvort við höldum inni fá OMB til að metta muna að taka JKK út

Laseraðgerðir Endurkoma Skoða hvort við höldum inni fá OMB til að metta muna að taka JKK út

Hvað á að gera?
Hvað er eðlilegt?
Algengar spurningar
Hvað á ekki að gera?