Augnskoðun
Það er afar mikilvægt að fólk á öllum aldri komi reglulega í augnskoðun. Eftirfarandi tafla sýnir ráðleggingar alþjóðlegra augnlæknasamtaka:
Aldur (ár)
65 og eldri
55-64
40-54
Undir 40
Tíðni skoðana
Á 1-2 ára fresti
Á 1-3 ára fresti
Á 2-4 ára fresti
Á 5-10 ára fresti
Hvaða rannsóknir eru
yfirleitt gerðar?
Það er mismunandi eftir sjúklingahópum og hvort um fyrstu eða endurkomu er að ræða hvaða rannsóknir eru framkvæmdar.
í fyrstu komu eru framkvæmdar ýmsar nauðsynlegar rannsóknir til að meta stöðu viðkomandi. Þeir sem eru í reglubundnu eftirliti fara í afmarkaðri rannsóknir eftir því sem við á.
Við leggjum áherslu á bestu mögulegu þjónustu, skoðun og meðferð sem unnt er að veita í augnlækningum. Það er forgangsverkefni okkar að viðhalda heilbrigði augna þinna.
Sjónlag hefur lagt mikla áherslu á fjárfestingu í innviðum, tækni og mannauði allt frá árinu 2001.
Sú fjárfesting gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar frammúrskarandi þjónustu í augnlækninum.
Almennar augnlækningar -tækjakostur (BREYTA Í DROP-DOWN)
- Sneiðmyndataka (OCT) ásamt greiningu á fremra forhólfi augans
- Yfirborðsmyndataka af hornhimnu (OPD, Magellan Mapper)
- Sneiðmyndataka af hornhimnu (Confocal scanning)
- Ísetning silicontappa í táragangaop
- Ísetning kollagenstauta í táragangaop
- Augnbotnamyndataka
- Lasermeðferð (YAG)
- Sjónsviðsmæling
- Hornhimnusneiðmyndagreining (Sirius/pentacam)
- Innþekjumyndavél
- Biometria
- Augnþrýstingsmæling
- Hornhimnukúftleikamæling
- Sjónmæling (autorefractor/phoroptor/sjónglerjakassi
- Sjálfvirkur sjónglerjamælir
- Miðlægur greiningabúnaður frá Zeiss
- Raufarlampaskoðun (smásjárskoðun)
- Meibomsmyndgreining á tárakirtlum
- Myndgreining á tárafilmu
- E - eye (infrarauð geislameðferð á tárakirtlum)
- Blephadexmeðferð á hvörmum
- Blephasteam augnlokameðferð
Við fylgjum þróun og tækninýjungum á sviði augnlækninga.
Það er afar mikilvægt að fólk á öllum aldri komi
reglulega í eftirlit hjá augnlækni.
Fagmennska – Traust – Framsýni