Sjónmælingar

Er kominn tími á sjónmælingu?

Sjónmælingar (skipta út myndum, viljum fá myndir sem eiga við)

Þegar sjónin er mælder annars vegar fundið út hversu góðan hæfileika augað hefur til að greina hluti  

( oftast stafi ) í ákveðinni fjarlægð og við tölum þá um skerpu augans eða upplausnHins vegar ef ljósbrotshæfileiki augans er ekki fullnægjandi, þá er fundið út hvaða styrkur, tdí gleraugum þarf til að ljósgeislarnir, sem inní augað fara, lendi á réttum stað.  Viðkomandi er þá með sjónlagsgalla.  

Fá hnapp ,,nánar um sjónmælingar“ 

 

Þessi texti á bakvið hnappinn:

 

Á Íslandi er algengast að notast sé við svokallað Decimal kerfi til að lýsa sjónskerpu.   

Ef viðkomandi sér ákv. stafastærð í ákv. fjarlægð sem oftast er miðað við í raunveruleikanum að sé 6 metrar og út í hið óendanlegaþá er viðkomandi með 100% sjón. þ.e. fullnægjandi sjóngeta er þá til staðar og er þá skammstafað 1,0.  

 

 

Talan 0,8 þýddi þá 80% skerpa af því sem er talið fullnægjandi og 1,2 þá 120% skerpa, sem þýðir að sjóngetan er ívið meiri en talið er fullnægjandi.  0,5 sama sem 50% og svo framvegis.  

Þar sem sjón grundvallast af endurkasti birtu úr umhverfinu okkar, hefur birtumagn áhrif á sjóngæði. 

Fyrir áhugasama dýpkum við þetta aðeins:  

Í augnbotninum er svæði með ljósnæmum frumumsem umbreyta ljósorkunni sem augað nemur í nokkurskonar tauga/raforku púlsa sem aftur sjóntaugin leiðir til sjónstöðva heilans. Það er svo í heilanum sem hin sjónræna upplifun á sér stað. Til að hámarka skerpugetu hvers auga þurfa því ljósgeislarnir að lenda sem næst allir í einum punkti, fókuspunkti á augnbotninum 

Þetta er töfrum líkast 

Ýmislegt getur haft áhrif á sjóngetu í sjónmælingunnien oftast eru bæði gerðar objektívar  

(hlutlægar ) mælingar með tölvu sem mælir stærð og lögun augans og svo subjektívar (huglægar) mælingar þasem viðkomandi sem er mældur, tjáir sig um það sem hann sér og glerjum er skipt fyrir framan augun. 

Markmiðið er þá að hámarka sjónskerpu hverju sinni.  Forðast ber að píra augun á meðan eða reyna of mikið á sig við að fókusera, þar sem það getur leitt til verri niðurstöðu. Passað er uppá þetta í mælingum og oft notaðir augndropar til að koma í veg fyrir þessháttar áhrif.   

 

Sveiflur í sjónskerpu á meðan á mælingu stendur geta verið margvíslegar og  oft avöldum breytinga á gæðum tárafilmunnar, vökvans framan á auganu sem við dreifum þegar við blikkum augnlokum.  

 

Augnþurrkur er mjög algengur á Íslandi sem ekki allir gera sér grein fyrir.   

 

Svörun þess sem er mældur getur því stundum verið háð þeim gæðum. Tærleiki ólíkra hluta augans eins og hornhimnu, augasteins og glerhlaups geta svo líka haft áhrif á almenn sjóngæði. Augnbotninn þarf einnig að vera heill eigi að nást góð sjónskerpa.  Skemmdir á þessum hlutum augans geta svo leitt til lakari sjónskerpu sem ekki lagast með gleraugum. 

 

Sjónlagsgalla er skipt í nærsýnifjarsýni og sjónskekkju. Til viðbótar þróast með okkur aldurstengd fjarsýni á árunum eftir fertugt.  Hægt er oftast að laga slíka galla með gleraugum, snertilinsumlaseraðgerðum, ígræddum linsum eða augasteinaskiptum.  

Tölurnar sem standa í gleraugnavottorði lýsa því sjónlagsgallanum eins og hann er mældur og því  hvaða glerjastyrk, sem er mældur í dioptrium,  þurfi til að leiðrétta hann.  Með dioptrium er átt við fókuslengd glersins mælt í metrum.  

Lögun augans og eiginleikar þess geta svo breyst á venjulegu æviskeiði,  þó svo allur gangur sé á því hvernig ólíkir einstaklingar upplifi þær breytingar.  Almennt er sjón fólks góð ef engir augnsjúkdómar herja á það, sjónlagsgallar geta svo haft áhrif á hvort við nýtum skerpu augnanna að fullu eða ekki.