Augnsjúkdómar

Vantar þig ráðgjöf hvaða sjónlagsaðgerð hentar þér best?

Þurr augu

Þurr augu eru afar algengt vandamál.

Sjónlag er með augnþurrksmóttöku undir vörumerkinu Táralind.

Þurrkur í augum er afar útbreiddur sjúkdómur og raunar ein af algengustu ástæðum heimsókna til augnlækna og sjóntækjafræðinga. Augnþurrkur er margþættur sjúkdómur sem hefur neikvæð áhrif á yfirborð augans. Ástandinu fylgja óþægindi, sjóntruflanir og óstöðugleiki í tárafilmu, sem getur hugsanlega skaðað yfirborð augans. Því er brýnt að leita meðferðar um leið og augnþurrks verður vart.


Setja inn link inná táralind.is – spurning um að hafa ekki meira efni um þurr augu hér. 

Hvað veldur?

Líkt og áður sagði eru þurr augu algengari í ýmsum gigtarsjúkdómum, sjálfsofnæmissjúkdómum og algengari meðal kvenna en karla. Utanaðkomandi atriði geta valdið eða viðhaldið þurrum augum:

Mörg lyf valda þurrum augum, s.s. slímhúðarþurrkandi lyf (decongestants), mörg ofnæmislyf, þvagræsilyf, betablokkar (háþrýstingslyf), ýmis svefnlyf, þunglyndislyf, verkjalyf. Þess má geta að alkóhól minnkar táraframleiðslu.

Valda oft þurrum augum vegna þess að linsurnar soga í sig tár og minnka aðgengi tára að hornhimnu.

Við blikkum um 40% sjaldnar þegar við horfum á tölvuskjá heldur en bók. Þetta veldur aukinni uppgufun tára. Viftur í tölvum geta einnig þurrkað upp andrúmsloftið í kringum tölvunotandann.

Líklega eru um 3000 Íslendinga með þurr augu í tengslum við svokallaðan Sjögren’s sjúkdóm og/eða gigtarsjúkdóma og aðra sjálfsofnæmissjúkdóma og 90% þeirra eru konur. Fólk með ofnæmi og snertilinsunotendur eru einnig útsettari fyrir því að fá einkenni þurra augna.

Helstu einkenni

Mörgum þykir einkennilegt að aukið táraflæði sé eitt algengasta einkenni þurra augna. Þessi tár myndast vegna þess að augað verður “auðertanlegt” og viðkvæmt fyrir t.d. roki og hita, t.d. við hitablástur í bifreiðum.

Við erum með einn stóran tárakirtil fyrir ofan augun og svo marga litla fitukirtla í augunhvörmum. Litlu fitukirtlarnir mynda olíu, sem sér afar mikilvægur hluti tárafilmunnar, sem sér um smurningu augans frá degi til dags. Stóri tárakirtillinn býr til tilfinningatár og tár sem koma fram við ertingu. Þegar við blikkum augum dreifast tárin yfir augun og fara svo loks ofan í göng sem eru staðsett í augnkróknum. Göngin liggja frá augum niður í nef, eins konar niðurfall fyrir tárin.

Hvað skal gera?

Ekki er hægt að lækna þurr augu en unnt er að meðhöndla einkenni sjúkdómsins. Þekking og fjöldi meðferðarleiða hefur aukist mjög á síðustu árum. Oftast er byrjað á að nota gervitár, sem fást án lyfseðils í apótekum. Forðast skal að nota dropa sem gera augu hvítari.

Gervitár eru til í dropa- hlaup- og smyrslformi. Gervitárahlaup og smyrsl eru fyrst og fremst notuð fyrir svefn, en þau duga lengur en venjuleg gervitár. Nýlega eru komin lyf á markaðinn sem auka táraframleiðslu (cyclosporin-A, Restasis) og talið er að sumar fitusýrur, þar á meðal Omega-3 (m.a. í lýsi) geti minnkað einkenni þurra augna.

Notkun sérstakra tappa eða stauta í táragöng til að hefta rennsli táranna niður í nef hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Í sumum tilvikum er einnig hægt að loka endanlega fyrir táragangaopin.